fimmtudagur, október 07, 2004

Félagsfræðinemar í Ráðhúsinu.

Á morgun kl:13:10 munu ég og Auja kynna niðurstöður rannsóknarinnar sem við höfum verið að vinna að í sumar. Við munum kynna þetta í Ráðhúsinu, við komum á svið(held að það sé svið, vona það allavega) strax á eftir Borgarstjóranum. Það má eiginlega segja að Borgarstjórinn í Reykjavík sé að hita upp fyrir okkur. Ég vona bara að Auja fari ekki að fá sér í haus áður en við byrjum. Hún á víst erfitt með það að tala fyrir framan fólk. Ef hún fer að fá sér í haus fæ ég mér bara í glas, það verður pottþétt léttvín í boði. Núna þegar ég hugsa um það þá var ég alltaf mjög skemmtileg með víni. Svo er spurning um að draga fram gamlan magabol sem stendur á "Enjoy cock" , bara svona til að vekja smá athygli.
Það var Rokkklúbbur í kvöld, mjög skemmtilegt. Begga Gísla er í USA þannig að hún mætti ekki(það var skrítið að hafa hana ekki, hlakka til að hitta hana aftur), María lasin og Gunný á frumsýningu(Bubba myndin). Inga Lára verður tekin ný inn næst, gaman að hafa hana með því hún er svo mikil skvísa