þriðjudagur, október 12, 2004

Asnalegur titill sem passar ekki.

Ég fór í nudd núna um daginn til nuddara sem ég hef aldrei farið til áður. Þetta var mjög einkennilegt. Hún spjallaði eins og hún væri hárgreiðslukona, bara spurði og spurði. Svo sagði hún já það er greinilega allt of mikið álag á þér. Þetta er agalegt, og þú svona ein með lítið barn. Ég bendi henni á að dóttir mín væri nú ekki svo lítil, væri 6 ára, og að til mikillrar lukku þá ætti hún líka pabba þannig að ég væri ekkert ein með hana. Ég sagði henni líka að mér fyndist bara gaman í skólanum og vinnunni að þetta væri ekkert rosa álag, og að ástæðan fyrir því að ég væri með vöðvabólgu er líklega að ég sit of mikið. En nei, þessi nuddari hætti ekki fyrr en hún hafði náð sínu fram. Allt í einu var ég komin með kökkin í hálsin og farin að taka undir þetta allt með henni, bætti líka við að verkfallið væri mjög erfitt fyrir mig, svo ætti ég ekki bíl og þyrfti því að versla oft í 10-11, að ég hefði týnt húfunni minni um daginn og að ég þyrfti líklega að taka strætó til tannlæknis með eitt af börnunum mínum(ég varð allt í einu margra barna einstæð móðir) og að kærasti minn vanrækti mig vegna þess að hann þarf endilega að vera í námi útí sveit.
Vá þetta var skrítið, ef ég myndi vera týpa sem grætur þá hefði ég hjólað grátandi heim(því ég ólst náttúrulega upp við mikla fátækt í Breiðholti). Ég á pantaðan annan tíma hjá henni á morgun, ég er að hugsa um að afpanta.