Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu.
Margar bækur hafa verið skrifaðar um ástarsambönd, sem einskonar leiðbeiningarbæklingar um það hvernig má fá ástarsamband til þess að ganga upp. Ég hef lesið einhverjar svona bækur. Ég verð að segja að þær hafa allar verið frekar súrar og hafa ekki virkað fyrir mig. Ef til vill virka þær fyrir venjulegt fólk, en eins og flestir vita er ég ekki venjulegt fólk. Það gleður mig að tilkynna ykkur að ég hef fundið ástar formúluna, ég veit það sem flestir þrá að vita. Ég er svona að spá í að birta hana ekki hér. Ég þarf nefnilega að hugleiða hvort að ég geti ekki grædd helling að peningum á þessu, og ekki vil ég gefa upp formúluna sem mun gera mig ríka. Ég mun samt leyfa ykkur að fylgjast með, úr fjarlægð, hver áætlun mín verður í þessum málum.
P.s. ég mun ekki hætta að blogga þó að ég verði rosalega rík. Eða kannski fæ ég einhvern til þess að gera það fyrir mig, er ekki alveg búin að ákveða hvernig það verður.
P.s. ég mun ekki hætta að blogga þó að ég verði rosalega rík. Eða kannski fæ ég einhvern til þess að gera það fyrir mig, er ekki alveg búin að ákveða hvernig það verður.
<< Home