mánudagur, desember 13, 2004

Bann Bann Bann Bann..

Samfylkingin leggur til að það verði sett bann á auglýsingar sem auglýsa óhollar matvörur, sælgæti og annan eins neysluvarning djöfulsins. Reyndar vilja þau að bannið taki bara gildi eftir klukkan 21:00, því þá eru óvitar sem eru að verða offitunni að bráð farnir að sofa. Krakkar sjá kók auglýsingu og biðja mömmu og pabba um kók, mamma og pabbi kaupa kók og allir verða feitir og deyja ungir. Frábært, ég þarf ekki lengur þá sem foreldri að taka ábyrgð á minni dóttur, Samfylkingin ætlar að gera það fyrir mig. Gott ég hef hvort sem er ekkert tíma í það.
Ef þetta gengur í geng allt saman, ætla ég að sækja um í nefndina sem sér um að flokka bannvörur. Ég mun þá ekki bara banna kók í auglýsingum, ég mun líka banna allt sem hefur verið nefnd sælgæti, jógúrt, feitan ost, brauð með hvítum sykri, pasta, tígjó með gerfi sætu, nýmjólk, súkkulaði jóladagatal, popp með salti, allt með geri, allan dósamat, hangikjöt, beikon og svo kartöflur því þær innihalda of mikið kolvetni. Ég mun reyndar ekki hætta við matvælin, mun fara fram á að bannaðar verði auglýsingar þar sem börn eru ekki á hreyfingu, þar sem börn eru húfulaus í roki, þar sem að börn eru ekki jafningjar í leik og sérstakleg mun ég leggja hart bann við að börn sjáist vera að horfa á sjónvarp.