mánudagur, desember 27, 2004

Gleðilega hátíð.

Ég sendi engin jólakort í ár (reyndar ekki síðustu ár heldur) þannig að jólakveðja til ykkar allra er að finna hér og í hjarta mínu auðvitað. Ég er ykkur sem hafið ekki tekið mig útaf jólakortalistanum ykkar þakklát.

Þetta hafa verið alveg hreint aldeilis fín jól. Dóttir mín var hjá pabba sínum á Aðfangadagskvöld og ég fór í mat til mömmu. Við Bergþóra hittumst svo seint um kvöldið hjá henni í náttfötum með sælgæti í skál. Bergþóra er frábær nágranni þrátt fyrir að vera eitthvað treg í ofát, svo fékk hún sér sódavat en ekki bland sem mér finnst vera merki um átröskun. En hún er hress og það er það sem skiptir máli.

Annan í jólum héldum við Bergþóra saman jólaboð. Við elduðum hamborgarahrygg og allt með því og hlustuðum á Nick Cave á meðan. Við erum rosa klárar að elda veislumat. Boðið var æði. Auðvitað var það meira á mínum höndum að skemmta gestunum en Bergþóra var meira bara sæt. Við spiluðum síðan Picturenary/Actionary eða eitthvað svoleiðis sem mér fannst gaman. Ég kynntist nýrri hlið á Bergþóru um jólin. Ég vissi ekki að hún væri svona dugleg að elda og ég vissi ekki að hún væri svona ROSALEGA tapsár.