þriðjudagur, desember 21, 2004

Neil Young

Fór í Kringluna í gær með Möggu H. Hún er allt öðruvísi núna hún Magga, hefur breyst þrælmikið. Nýja dóttir hennar er rosa sæt, og öruggleg mjög skemmtileg. Hún reyndar sagði ekki mikið þegar ég kom í heimsókn, lét bara eins og ég væri ekki á staðnum.

Ég keypti mér nýju Neil Young plötuna, þetta er safnplata. Ég átti nefnilega ekki neitt með Neil Young. Ég vissi ekki að hann væri svona frábær. Neil er nýji kærasti minn.