mánudagur, desember 20, 2004

5289 hitt.

Var að spá í að núna eru komin 5289 hitt á þessa síða sem mér finnst rosalega mikið. Ég sjálf hef örugglega farið á síðuna ca 4500 en þá hafa einhverjir aðrir farið á hana 789 sinnum. Það er svakalegt. Ég verð eiginlega þess vegna að fara vanda mig meira, og jafnvel að reyna að læra hvernig ég geri hana svoltið meira smart. Stafirnir á síðunni eru eins og auðlesið efni á mbl.is, svona fyrir seinþroska. Svo er ég ekki með neina tengla á eitthvað hresst lið, engar sniðugar myndir af mér, dóttir minni eða vinkonum. Væri kannski ráð að setja myndir af eitthvað af þessum stelpum, og skrifa eitthvað svona smart undir myndirnar eins og t.d. "Begga sæta í góðum gír á fundi uppá Vogi" eða "Sonja flipp með nýja gæjanum" eða "Bergþóra hot babe á nærjunum" eða "Gunna klikk að ná sér uppúr þunglyndi" eða "Ég að æla piparkökuhúsinu".
Ég veit samt ekki, einn drengur sagði við mig um daginn að hann kunni ekki við að koma með komment á síðuna vegna þess að honum liði eins og þá væri hann að riðjast inní saumaklúbbinn minn. Það er auðvitað bara rugl, ég er ekki í saumaklúbb og hef aldrei verið. Öllum er velkomið að kommentera, lengi sem að það er ekki eitthvað dónalegt, ég fíla ekki dónalegheit.
Annars fór ég áðan og verslaði allar jólagjafirnar, og er eitthvað svo fáranlega hamingjusöm. Það er gott að vera komin í jólafrí frá skólanum, ég er auðvitað að vinna eitthvað. Fæ að vinna auka á RUV á Þorláksmessu sem er gott því þá gat ég borgað fyrir jólagjafirnar án þess að svitna eitthvað verulega.