sunnudagur, janúar 02, 2005

2005

Gleðilegt nýtt ár.
Nú loksins er það komið, þetta er árið sem allar framtíðarmyndirnar í gamla daga gerðust í. Þetta er árið sem við förum öll að klæðast silfurlituðum búningum, öll eins. Loksins.
Ég horfði á Áramótaskaupið og mér fannst það leiðinlegt. Kannski fannst mér það leiðinlegt af því að ég skildi ekki grínið, kannski er ég illa gefin.
Ég er að vanda mig við að vera jákvæð, það var samt ekki áramótaheitið. Áramótaheitið mitt var að hugleiða einhverntíman að fara kannski að spá í hvort ekki sé ráð að hætta að reykja, ég sé samt til með það.