þriðjudagur, janúar 11, 2005

Þjónusta SVR.

Þurfti að eyða þó nokkrum tíma í að ferðast með strætó í dag. Þurfti í morgun að taka strætó til tannlæknis, svo þaðan uppí Efstaleiti. Eftir að erindi mínu var lokið þar tók ég annan vagn niðrí miðbæ, ákvað að ganga þaðan heim. Um kvöldmataleyti átti ég erindi uppí Borgartún. Ekki löng vegalengd en samt tveir vagnar. Þegar ég kom í vagn númer tvö spurði ég bílstjóran hversu nálægt hann færi mínum áfangastað. Þá sagði hann mér að nú væri að eiga sér stað vagnstóraskipti og þar að leiðandi gæti hann bara keyrt mig alla leið, sem hann gerði. Þetta fannst mér mjög góð þjónusta, en veit ekki hvort að hún sé alltaf í boði.
Allavega, þrátt fyrir mjög góða þjónustu SVR og tækifæri til að kynnast nýju fólki, þá er ég komin með leið á að bíða eftir ókeypis bíl og er að fara að skoða bílasölur.