mánudagur, janúar 31, 2005

Grundarfjörður.

Við Auja ætlum að reyna að komast hjá því að þurfa að fara í byggingarvinnu í sumar. Við erum því að sækja um einhverja styrki til rannsókna. Samstarf okkar síðasta sumar gekk ágætlega, ég þroskaðist mikið andlega á því. Að vera í miklum samskiptum við Auðbjörgu er andlega þroskandi. Við ræddum við einn kennara uppí Háskóla og hann er með frábært verkefni fyrir okkur (að eigin sögn). Hann vill að við gerum field könnun á Grundarfirði. Hann sagði að við þyrftum ekki að eyða öllu sumrinu á Grundarfirði en að við þyrftum að fara þangað og taka nokkur djúp viðtöl, spennandi! Hann tók það einnig fram að við þyrftum að fara á einhverjar skemmtanir á Grundó til að kanna andrúmsloftið, ég get alveg gert það en veit ekki með Auju. Auja er stundum svolítið tæp.
Þekkir einhver einhvern á Grundarfirði sem gæti hýst tvær, eða eina unga og eina miðaldra konu í smá tíma næsta sumar?
Annars er planið að fara til Washington DC í mars og svo fer ég til Barcelona í Júní.
Verð að hætta núna, þarf að fara að gera magaæfingar.