föstudagur, janúar 28, 2005

Amerísk geðveiki.

Það er enn verið að fjalla um strípihneigð Janet Jackson.
http://www.theonion.com/news/index.php?issue=4104 Hérna er grein sem fjallar um afleiðingarnar sem börn í Bandaríkjunum eru enn að berjast við eftir að hafa þurft að horfa uppá annað brjóst söngkonunnar J. Jackson.
"No one who lived through that day is likely to forget the horror," said noted child therapist Dr. Eli Wasserbaum. "But it was especially hard on the children."
Milljónir barna í Bandaríkjunum geta nú farið í mál við poppstjörnuna vegna þeirra hræðilegu reynslu, sem mun án efa marka allt þeirra líf og verða til þess að þau eiga aldrei eftir að geta stundað eðlilegt kynlíf, sem hún lét þau ganga í gegnum. Á síðunni eru einnig birtar myndir sem börn teiknuðu stuttu eftir að ofbeldiskonan beraði brjóstið sitt sem sannar það að þessi atburður hefur haft djúpstæð áhrif á þau. Eftir að hafa lesið þessa grein er erfitt að átta sig á því hvort systkinið er meiri perri, Janet hefur allavega náð að eyðileggja líf fleiri.