miðvikudagur, janúar 26, 2005

Að láta drauma sína rætast.

Það hefur svo oft verið þannig í gegnum tíðina þegar ég fæ alveg frábæra hugmynd að ég velti henni fyrir mér, og ræði hana við alla sem ég þekki en svo gerist ekkert. En hingað og ekki lengra. Það er framkvæmdin sem skiptir máli. Bergþóra var að hringja, ekki mikil aðstoð í henni svo sem. Hún hefur ekki hugmynd um hvar svona boltaleikir eru haldnir. Við þekkjum enga íþróttamanneskju. Ef einhver veit hvar íþróttaleikir eru haldnir, hvenær þeir eru haldnir, í hverju maður á að fara eða hvar maður pantar miða þá vinsamlegast látið okkur vita.