Ástarsorg.
Fyrir nokkrum þriðjudagskvöldum kveikti ég á RUV og mér til mikillar gleði var að hefjast fyrsti þáttur í breskri sakamálaseríu, Murder City. Eftir fyrstu kynni mín af Luke Stone varð ég ástfangin. Ég hef aldrei hitt mann eins og hann, ég hef reyndar aldrei hitt Luke í alvöru en mér líður samt þannig. Hann er rosa sérvitur, gáfaður og fyndin. Hann hefur ekki verið í löngu sambandi í mörg ár því engin kona er nógu fullkomin fyrir hann. Samt veit hann innst inni að það er ekki raunveruleg ástæða, heldur það að hann er hræddur. Hann er hræddur um að hann sé ekki nógu fullkominn til að vera í sambandi við góða konu. Það er allt í lagi, ég skil hann. Við getum sigrast á okkar ótta saman, vera hugrökk saman ég og Luke Stone.
Við höfum farið á fjögur stefnumót, eða ég hef séð fjóra þætti. Hann kemur mér alltaf skemmtilega á óvart. Ég sé alltaf betur og betur að við Luke vorum sköpuð til þess að vera saman. Það skiptir hann miklu máli að allt sem hann tekur sér fyrir hendur sé gert á óaðfinnanlegan hátt, hann langar að sanna ágæti sitt, en veit samt að þetta snýst bara um að valda sjálfum sér ekki vonbrigðum. Hann ber nógu mikla virðingu fyrir fólki til þess að leyfa því að taka ábyrgð á sínu lífi sjálft, en er samt alltaf tilbúinn að hjálpa ef hann telur að þess þurfi eða að fólk vilji hjálp. Hann er fullur af óútskýranlegri gleði og ástríðu sem mér finnst ómótstæðileg. Hann drekkur ekki áfengi, held þó að hann sé ekki alkahólisti, það er bara ekki í hans karakter að drekka honum finnst það kjánalegt. Svo er hann líka rauðhærður.
Í gærkvöldi hitaði ég mér te, tók sæng með mér uppí sófa og kveikti á sjónvarpinu. En hann var farinn, einhver nýr þáttur hefur hafið göngu sína á sama tíma. Ég slökkti því á sjónvarpinu og reyndi að lesa, það tókst samt ekki því söknuðurinn var of mikill.
Bjarta hliðin á þessum sambandsslitum er sú að Luke hefur aldrei hitt mig því er ég viss um að það var ekkert sem ég gerði vitlaust. Því meira sem ég hugsa um það þá sé ég líka að það er frekar barnalegt að vera ástfangin af einhverjum sem er ekki til, svo er hann líka rannsóknarlögreglumaður í London sem er hættulegt starf, og kannski hefði hann aldrei komist yfir óttan þannig að þetta var líklega fyrir bestu. Ég sakna hans samt.
Við höfum farið á fjögur stefnumót, eða ég hef séð fjóra þætti. Hann kemur mér alltaf skemmtilega á óvart. Ég sé alltaf betur og betur að við Luke vorum sköpuð til þess að vera saman. Það skiptir hann miklu máli að allt sem hann tekur sér fyrir hendur sé gert á óaðfinnanlegan hátt, hann langar að sanna ágæti sitt, en veit samt að þetta snýst bara um að valda sjálfum sér ekki vonbrigðum. Hann ber nógu mikla virðingu fyrir fólki til þess að leyfa því að taka ábyrgð á sínu lífi sjálft, en er samt alltaf tilbúinn að hjálpa ef hann telur að þess þurfi eða að fólk vilji hjálp. Hann er fullur af óútskýranlegri gleði og ástríðu sem mér finnst ómótstæðileg. Hann drekkur ekki áfengi, held þó að hann sé ekki alkahólisti, það er bara ekki í hans karakter að drekka honum finnst það kjánalegt. Svo er hann líka rauðhærður.
Í gærkvöldi hitaði ég mér te, tók sæng með mér uppí sófa og kveikti á sjónvarpinu. En hann var farinn, einhver nýr þáttur hefur hafið göngu sína á sama tíma. Ég slökkti því á sjónvarpinu og reyndi að lesa, það tókst samt ekki því söknuðurinn var of mikill.
Bjarta hliðin á þessum sambandsslitum er sú að Luke hefur aldrei hitt mig því er ég viss um að það var ekkert sem ég gerði vitlaust. Því meira sem ég hugsa um það þá sé ég líka að það er frekar barnalegt að vera ástfangin af einhverjum sem er ekki til, svo er hann líka rannsóknarlögreglumaður í London sem er hættulegt starf, og kannski hefði hann aldrei komist yfir óttan þannig að þetta var líklega fyrir bestu. Ég sakna hans samt.
<< Home