Maður!
Ég fór eitthvað að velta því fyrir mér um daginn hvað mér finntist sá ávani að segja “maður” í stað “ég” leiðinlegur. Ég var að hugsa hvort að ég gerði þetta líka án þess að gera mér grein fyrir því, en ég held ekki. Síðan þá hef ég sérstaklega tekið eftir þessu bæði í samskiptum við fólk og þegar ég hlusta t.d. á viðmælendur í sjónvarpinu. Ok, ég skil að þetta geti verið ómeðvituð leið til að aftengja sig einhverju sem maður er ekki stoldur af í sínu fari. Ef að viðkomandi notar “maður” í stað “ég” er sá í raun að segja að þetta eigi ekki bara við um hann heldur fullt að öðru fólki líka, að hann sé eins og aðrir. Þegar ég svo heyri vinkonur mínar segja setningu eins og; “æji maður er bara eitthvað svo léleg í þessum málum” eða eitthvað þvíumlíkt, þá verð ég pínu súr því ég vil ekki láta bendla mig við neina bresti eða lélegheit.
Ég heyrði viðtal við konu í gær sem sagði m.a. “þetta er náttúrulega sonur manns”, hún var að tala um að strákurinn væri sinn sonur. Strákurinn er væntanlega sonur einhvers manns, en af samhengi konunnar átti hún við að hann væri sonur konu, sinn. Afhverju sagði hún þá ekki “þetta er náttúrulega sonur minn”?
Maður á kannski ekkert að vera pirra sig eitthvað á því hvernig fólk talar. En ég ætla samt næst að leiðrétta fólk þegar það segir “maður” í staðin fyrir að segja “ég”.
Það er mjög sveitalegt og líka púkó að segja “maður”.
Ég heyrði viðtal við konu í gær sem sagði m.a. “þetta er náttúrulega sonur manns”, hún var að tala um að strákurinn væri sinn sonur. Strákurinn er væntanlega sonur einhvers manns, en af samhengi konunnar átti hún við að hann væri sonur konu, sinn. Afhverju sagði hún þá ekki “þetta er náttúrulega sonur minn”?
Maður á kannski ekkert að vera pirra sig eitthvað á því hvernig fólk talar. En ég ætla samt næst að leiðrétta fólk þegar það segir “maður” í staðin fyrir að segja “ég”.
Það er mjög sveitalegt og líka púkó að segja “maður”.
<< Home