Geðvonska.
Já ég held að ég verði bara að viðurkenna það að ég hef verið pínulítið súr undanfarið. Sem er allt í lagi svo sem ef ég er ein heima og get verið súr með sjálfri mér, því það þykir mér stundum bara gaman. En þegar ég þarf að fara út á meðal fólks vil ég helst ekki vera súr. Æji já mér leiðist þegar ég verð að segja fólki hvað mér finnst, og þá er það auðvitað eitthvað súper neikvætt. Í brunchinu hjá Gunný á sunndaginn sagði ég t.d. við Beggu(sem hafði farið að dansa á einhverjum súrum stað) að ég gæti ekki farið með á þetta djamm því þrátt fyrir að mér finnist fínt að dansa þá fyndist mér tónlistin sem er spiluð á þessum stöðum svo viðbjóðslega leiðinleg. Svo sagði ég við Bergþóru í gær að þegar hún og annað fólk væri að tala um skilning sinn á vissu máli hljómi það eins og klám í mín eyru. Svo fór ég í íþróttahúsið, og þar voru indælar konur að spjalla sitthvoru megin við mig á brettinu og ég bað aðra um að skipta við mig um bretti því mér þætti svo leiðinlegt að hlusta á þær. Þetta eru bara nokkur dæmi.
Mig hefur grunað í nokkra daga hvað ég þarf að gera, eitthvað þarf að breytast. Ég þarf á svona Extreme makeover að halda. Ég hef því pantað mér tíma í klippingu.
Já ég get ekki verið súr alla daga þegar fyrirmynd mín og átrúnaðargoð er farinn að fyllast af gleði. http://this.is/promazin/
Mig hefur grunað í nokkra daga hvað ég þarf að gera, eitthvað þarf að breytast. Ég þarf á svona Extreme makeover að halda. Ég hef því pantað mér tíma í klippingu.
Já ég get ekki verið súr alla daga þegar fyrirmynd mín og átrúnaðargoð er farinn að fyllast af gleði. http://this.is/promazin/
<< Home