Komin heim.
Ég kom reyndar heim á laugardaginn. Ég er nokkuð sátt við að þessu viku ævintýri skuli vera lokið, þrátt fyrir að það hafi verið gaman á meðan á því stóð.
Ég náði að skoða helling af hlutum í þessari höfuðborg Bandaríkjanna á viku.
Staðir sem ég heimsótti og/eða skoðaði;
Hvíta húsið(sem er minna en ég hélt að það væri), Þingið, utanríkisráðuneytið, Washington Post, íslenska ráðuneytið, bústað íslenska ráðuneytisins(og heimili Helga og Hebu ráðuneytishjóna í DC), National Puplic Radio, Helfarasafnið , nýja Indjánasafnið, World War 2 memorial, Vietnam memorial, Lincon memorial, Samtök Bills og Bob í DC, nokkrar verslanir og eitthvað fleira sem ég man örugglega ekki eftir í augnarblikinu. Allt var þetta áhugarvert og gaman að hafa skoðað. Mér fannst þó svoltið pínlegt að skoða Helfarasafnið sem að mínu mati hefur verið sett upp í Disneyworld anda.
Ég var þarna úti með ágætis hóp af fólki, en það var samt rosa gott að stinga liðið af og skoða borgina og fólkið ein.
Þessi borg er svoltið spes. Ein hæsta afbrotatíðni í Bandaríkjunum er í DC, enda rosa mikil fátækt og líka nánast hvergi eins mikið af peningum.
Allavega þá var þetta bara alveg ágætt, ég sá Gogga hvergi bregða fyrir en hitti illa lyktandi róna sem heimtaði að gefa mér fimm dollara(ég sagði fyrst “no thank you” en þá öskraði hann “take the money”) svo ég gæti keypt mér eitthvað fallegt í DC til að taka með heim til Íslands.
Ég náði að skoða helling af hlutum í þessari höfuðborg Bandaríkjanna á viku.
Staðir sem ég heimsótti og/eða skoðaði;
Hvíta húsið(sem er minna en ég hélt að það væri), Þingið, utanríkisráðuneytið, Washington Post, íslenska ráðuneytið, bústað íslenska ráðuneytisins(og heimili Helga og Hebu ráðuneytishjóna í DC), National Puplic Radio, Helfarasafnið , nýja Indjánasafnið, World War 2 memorial, Vietnam memorial, Lincon memorial, Samtök Bills og Bob í DC, nokkrar verslanir og eitthvað fleira sem ég man örugglega ekki eftir í augnarblikinu. Allt var þetta áhugarvert og gaman að hafa skoðað. Mér fannst þó svoltið pínlegt að skoða Helfarasafnið sem að mínu mati hefur verið sett upp í Disneyworld anda.
Ég var þarna úti með ágætis hóp af fólki, en það var samt rosa gott að stinga liðið af og skoða borgina og fólkið ein.
Þessi borg er svoltið spes. Ein hæsta afbrotatíðni í Bandaríkjunum er í DC, enda rosa mikil fátækt og líka nánast hvergi eins mikið af peningum.
Allavega þá var þetta bara alveg ágætt, ég sá Gogga hvergi bregða fyrir en hitti illa lyktandi róna sem heimtaði að gefa mér fimm dollara(ég sagði fyrst “no thank you” en þá öskraði hann “take the money”) svo ég gæti keypt mér eitthvað fallegt í DC til að taka með heim til Íslands.
<< Home