Blúshátíð í Reykjavík.
Núna stendur yfir Blúshátíð í Reykjavík. Í kvöld fór ég á tónleika á Hótel Borg. Þetta var alveg frábært. Alveg hreint yndisleg skemmtun. Kvöldið byrjaði á að tveir ungir Blúsdrengir, þeir Danni & Jón Ingiberg, tóku þrjú lög. Það var fínt. Þar næst tóku Hot Damn! lagið. Hot Damn! eru Smári "Tarfur" og Jenni úr Brain Police. Þeir voru hot! Þriðja bandið sem spilaði heitir Mood, og er svaka fínt íslenskt blúsband. Kvöldið endaði svo á KK og Grinder. Váááá. Þetta var sem sagt æðislegt kvöld.
Blúshátíðin er enn í gangi, það eru tónleikar annað kvöld á Nordica og svo á föstudagskvöldið í Fríkirkjunni. http://www.ruv.is/poppland
Ég fíla blús, það á vel við mig.
Blúshátíðin er enn í gangi, það eru tónleikar annað kvöld á Nordica og svo á föstudagskvöldið í Fríkirkjunni. http://www.ruv.is/poppland
Ég fíla blús, það á vel við mig.
<< Home