miðvikudagur, apríl 13, 2005

Próf

Nú er próftörn að hefjast. Sem er bara gott, já ég segi bara loksins. Hún verður reyndar stutt þessi. Mikið á sama tíma og ég þess vegna búin 2.maí. Ég hélt að þetta yrði erfiðara eftir því sem ég kemst lengra áfram í þessu námi en svo er ekki. Síðasta árið mitt, sem er næsta ár, verður að öllum líkindum frekar rólegt. Ætli ég geti byrjað á masternum án þess að vera búin að klára BA? Þarf að kanna þetta.
Nokkur verkefni liggja fyrir í sumar en ekkert alvarlegt þannig að ég mun hafa tíma til að styrkja vináttusambönd og annað slíkt. Magga Hugrún hefur kvartað yfir því að við höfum ekkert náð að styrkja vináttusamband okkar. Hún er skemmtileg þannig að ég ætla að skrá það í dagbókina mína, 3.maí vináttustyrking.