fimmtudagur, september 29, 2005

Málþing

Þar sem ég tel að fréttir dagblaða á Íslandi séu skekktar(eins og Fréttablaðið hefur gefið ágætis dæmi um undanfarna daga) tel ég að margir hefðu gagn og gaman af þessu;

Félagsfræðingafélag Íslands og meistaranámið í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands bjóða til málþings um opinbera stefnu í fjölmiðlamálum föstudaginn 30. september í stofu 101 í Odda v/Suðurgötu milli kl. 12.00 - 15.00.

Fljótlega eftir að skýrsla nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla var gefin út fyrr á þessu ári lognaðist umræðan um stefnu í fjölmiðlamálum, efni skýrslunnar og tillögur nefndarinnar út af. Málþingið er hugsað sem umræðuvettvangur fyrir fjölmiðlafólk, fræðimenn, nemendur og allan almenning sem hafa áhuga á íslenskum fjölmiðlum. Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.
Á málþinginu verða flutt fimm erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður þar sem fjölmiðlafólk situr fyrir svörum.

DAGSKRÁ:
Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við viðskiptaháskólann á Bifröst flytur opnunarávarp

Ragnar Karlsson, fjölmiðlafræðingur og sérfræðingur á Hagstofu Íslands: Ys og þys út af engu? Skiptir eignarhald fjölmiðla máli?

Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlafræðingur: Flutningsréttur og flutningsskylda. Er það mál yfirvalda hverjir fá að horfa á enska boltann?

Guðbjörg Hildur Kolbeins, fjölmiðlafræðingur: Eru áhrif fjölmiðla ofmetin?

Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Félags fréttamanna: Óviss framtíð Ríkisútvarpsins

Þorbjörn Broddason, prófessor er fundarstjóri

Í pallborði verða Brynhildur Ólafsdóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson, Karl Blöndal og Ólafur Teitur Guðnason.

Pallborði stýrir Helgi Gunnlaugsson, prófessor.