föstudagur, september 09, 2005

Viðeigandi fyrirsögn.

Dóttir mín byrjaði í karate í gær. Eitthvað sem hún valdi alveg sjálf. Ég, hennar feminíska móðir, var ekkert að reyna að pota henni í sport sem sumir telja að sé frekar strákasport. Ég verð þó að viðurkenna að ég varð frekar glöð þegar hún tilkynnti mér að hana langaði ekki í ballet að hún vildi bara fara í karate. Henni gekk mjög vel í fyrsta tímanum og fannst gaman, svo gaman að hún hefur ekki hætt að biðja mig um að kíla sig í magan síðan. Mér finnst það pínu óþæginlegt, en hún hefur þó alltaf náð að verja sig. Ég hef ákveðið að mæta sjálf í prufutíma í karate á morgun.

Í dag klæddi ég mig í gráa dragt, setti upp gleraugu og hélt af stað í kennslutíma. Í þetta skiptið var ég ekki á staðnum til að taka niður glósur heldur til þess að kenna. Það fannst mér gaman, og nú hef ég aðeins betri hugmynd um það hvað mig langar að verða þegar ég verð stór. Ég fór reyndar ekkert í gráa dragt.