miðvikudagur, ágúst 10, 2005

..........

Rage Against the Machine var góð hljómsveit, Soundgarden var líka fín en Audioslave er frekar leiðinleg.

Núna er ég í vinnunni en er samt ekki beint að vinna. Stari bara útí loftið og er að reyna að mynda mér skoðun á því hvort að ég eigi að taka mér kaffipásu núna eða hvort að það sé of stutt síðan ég kom úr hádegismat. Það getur verið að ég sé að fá flensu. Ég tók mér hlé frá vinnu líka áðan og fór þá að telja hversu margar myndir eru af körlum í Fréttablaðinu í dag og hversu margar af konum, ég var svo trufluð áður en talningunni lauk.