föstudagur, júlí 22, 2005

Sumar og sól.

Ég er ekkert sérstaklega dugleg að blogga. Ég hef verið frekar upptekin undanfarið við það að njóta þess að það sé sumar. Ég hef verið að gera margt sem ég hef ekki tíma til að gera á veturnar þegar ég er að einbeita mér að námi. Ég fór í Go-kart í síðustu viku sem var skemmtilegt þrátt fyrir að ég hafi tapað í keppninni sem ég fór í. Ég keyrði á rosa hraða en fólkið sem ég keppti við hægði ekki á sér í beygjum sem mér fannst frekar furðulegt. Á sunnudaginn fór ég í stelpuferð, vorum að halda uppá 10 ára afmæli Gunnýjar. Við fórum í Rafting niður Hvítá, fórum í pottin og gufuna á Laugavatni og fengum okkur svo að borða á Eyrarbakka. Þetta var frábær ferð, og við stelpurnar höfum ákeðið að gera meira af því að fara í svona ferðir. Við fórum því í spa ferð niður í Laugar á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að það sé notalegt að borða saman amerískar pönnukökur á sunnudögum, sem við gerum alltaf reglulega, þá finnst mér nauðsynlegt að koma blóðflæðinu á einhverja hreyfingu og gera eitthvað. Ég mæli hér með River rafting, fín skemmtun.