Auja
Ég sá hana Auju vinkonu mína í sjónvarpinu í fyrradag. Hún var að greina frá rannsókn sem hún var að vinna fyrir Ríkislögreglustjóra. Hluti af hennar mastersritgerð. Í dag má eiginlega segja að Auja sé sérfræðingur hvað varðar rán á Íslandi. Ef ég þekki Auju rétt þá var hún reyndar mikið inní ránum áður en hún byrjaði á þessari rannsókn. Mér finnst mikið til hennar Auðbjargar koma núna, finnst hún aðeins meiri kona í dag. Þið sem hafið áhuga á að fræðast um rán, aðferðir og réttlætingar, getið lesið rannsóknina hennar Auju á vef Ríkislögreglustjóra http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=952. Ég hjó eftir því þegar Auja var að segja frá niðurstöðum sínum að, þegar hún sagði frá því að stór hluti af þeim sem hún hafði tekið viðtal við höfðu aðeins notað það sem afsökun að þeir hefðu verið hræddir við handrukkara og þess vegna framið rán, hún hefði aðeins talað við 13 ræningja og þessar niðurstöður ættu við þetta úrtak en að hún gæti ekkert alhæft yfir á alla ræningja útfrá þessu úrtaki. Íslenskir fræðimenn og annað fólk sem er að skýra frá niðurstöðum rannsókna sinna í fjölmiðlum ættu að taka Auju til fyrirmyndar.
<< Home