föstudagur, júní 10, 2005

Sígarettufíkn.

Mér finnst sígarettufíkn frekar merkilegt fyrirbæri. Núna er ég hætt að reykja. Löngu áður en ég hætti fannst mér ógeðslegt að reykja. Það voru fullt fullt af góðum og gildum ástæðum fyrir því að ég hætti að reykja, en ég man bara ekki hverjar þær voru ákúrat núna. Ég ætla samt ekkert að fara út að leita af stubbum. Ég hef hætt að reykja svo rosalega oft að ég ætti að vera orðin frekar showuð í þessu. Mér finnst alltaf pínu fyndið þegar fólk er að gefa mér ráð hvernig sé best að hætta að reykja. Ég veit samt að fólk vill bara vel, og sjálf gef ég öðrum ráð.