föstudagur, maí 06, 2005

Viðskiptabrot(White Collar Crime).

Ég hef fengið mig fullsadda af því að það sé verið að ljúga að mér alla daga. Ég er búin með afbrotafræði í Háskóla Íslands og er þess vegna mjög meðvituð um það þegar það er verið að brjóta á mér. Ég er hér að benda á brot varðandi auglýsingar. Það er löglegt að auglýsa vörur þannig að þær séu sýndar í sínu besta ljósi(og er mjög skynsamlegt). Það er löglegt að líkja vöru við einhverja fantasíu, það er t.d. löglegt að sýna konu taka á loft og byrja að fljúga eftir að hún hefur borðað eitthvað sem á að vera rosalega gott. En það er gjörsamlega ólöglegt að segja í auglýsingu að vara innihaldi eiginleika sem framleiðandi gerir sér grein fyrir að hún gerir ekki. Eftir að hafa séð það í auglýsingu varðandi að það sé nóg að sprauta Cillit Bang hreinsiefni á erfiða bletti á flísum og öðru og þurka létt af keypti ég einn brúsa. Þetta virkar bara ekkert þannig, ég er búin að sprauta og skrúbba og sturtubotnin heima er ekkert eins og nýr. Ég ætti að kæra.