fimmtudagur, apríl 21, 2005

Í pásu.

Á minni fyrstu önn í háskólanum var farið yfir það í einu námskeiði hvernig væri best að haga sér í prófum, og þegar prófundirbúningur stendur yfir. Man ekki allt sem var sagt en ég man mjög vel að það var mælt með því að maður myndir ekki hætta að „lifa“, taka sér pásu reglulega. Ég stend mig ágætlega, er að fylgja leiðbeiningum. Í hádeginu hitt ég alveg óvart nokkrar vinkonur mínar og fór þá með þeim að borða mat, drekka kaffi og gera það sem vinkonur gera. Begga kennari á afmæli í dag, það eru fimm ár síðan að hún endurfæddist. Ég fór aðeins að rifja upp mín fyrstu kynni af Beggu, það var fyrir ja ca. 8 árum. Þá var Begga ansi hress, eiginlega of hress fyrir minn smekk.
Ég fór á kvikmyndahátíð í gær, ætla að reyna að sjá þær nokkrar. Ég var eitthvað ringluð, þannig að við vorum of seinar á Hitler og fórum þá á 9 Songs. Ef þig hefur alltaf dreymt um að fá að vera áhorfandi þegar fólk er að stytta sér stundir fyrir svefnin þá er þetta mynd fyrir þig. Já og svo eru líka góðir rokk tónleikar í myndinni. Sumir gengu út í miðri mynd. En ekki ég og Magga H., við létum okkar hafa það. Magga fór eitthvað að stynja í miðri mynd sem mér fannst svoltið óþæginlegt.
Ég var að horfa á fréttirnar og hef nú fengið svarið við ráðgátunni miklu. Það var verið að segja frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem benda til þess að þeir sem leggi aðra í einelti eigi það á hættu að lenda í rugli síðar í lífinu. Þess vegna er mælt með því að foreldrar reyni að koma í veg fyrir að börn sín leggi önnur í einelti vegna orsakasambandsins þarna á milli. Ef ég man rétt þá átti ég það nú til að haga mér svolítið kjánalega sem krakki, einu sinni kallaði ég bekkjarfélaga minn vitleysing af því að hann vissi ekki að England væri hluti af Bretlandi. Enda hef ég stunduð verið í rugli, alveg rugluð. En gæti verið að þrátt fyrir samband þá sé þetta ekki orsakasamband? Nei segi nú bara svona. Núna ætla ég að fara að snúa mér að Aðferðarfræðinni.