Vor.
Núna er ég í heimaprófi, reyndar er ég í tveimur heimaprófum. Fyrst þegar mér var sagt frá heimaprófum datt mér svindl strax í hug. Veit ekki afhverju, kannski af gömlum vana. Nei ég er engin svindlari þannig. Ég svindlaði samt stundum í grunnskóla, og á einu þýskuprófi í framhaldsskóla. Ég kann enga þýsku í dag. Það er ekkert hægt að svindla í þessum háskóla, og ekki á þessu heimaprófi. Ég veit ekki, kannski ég hringi í mömmu og spyr hana hvað hún hafi að segja um Menningarlega heimsvaldarstefnu. Eða ekki, því ég hef svo hátt siðferði. Ég er svo siðferðislega góð eitthvað, full eiginlega af góðu siðferði.
Þrátt fyrir að vera í prófi þá er ég samt hér, og er að fara í bíó.
Þrátt fyrir að vera í prófi þá er ég samt hér, og er að fara í bíó.
<< Home