sunnudagur, apríl 24, 2005

Dagbókarfærsla.

Djöfullinn hefur tekið sér bólfestu í tölvunni minni. Ég þarf ekki á þessu að halda ákkúrat núna. Í dag kom upp einhver vitleysa og ég reyndi mitt besta að redda málunum, skanna og strauja og það sem er ætlast til að maður geri þegar maður er að díla við tölvur. Tölvan mín lét samt eins og kjáni. Þegar ég var búin að restarta gerði ég mér grein fyrir að hún hafði ekki vistað skjalið sem ég var að vinna í. Svona ca fimm tíma vinna farin í vaskinn. Ég blótaði og var svo næstum farin að gráta. Undir öllum öðrum kringumstæðum blóta ég hvorki né græt, það er ekki minn stíll. Bergþóra nágranni benti mér á að hringja í tölvustrákana. Siggi svaraði ekki þannig að ég hringdi í G. Ragnar. Hann var í nágrenni við mig þannig að hann kom. Hann gerði eitthvað sem virtist ekki flókið og gat restorað skjalinu. Núna ber ég virðingu fyrir G. Ragnari.
Sonja átti afmæli í dag, hún er orðin 30 ára. En vegna heimaprófsins og vinnu komst ég því miður ekki til að fagna með henni. Ég hefði hvort sem er verið frekar leiðinleg í þessu partýi. Ég hefði bara gert eitthvað grín og reynt að leyna gremju minni yfir því að ég skuli löngu vera búin að halda uppá mitt þrítugs afmæli. Mér finnst ömurlegt að vera orðin gömul kerling. Sonja er rosa sæt, en ég var líka sæt þegar ég var á hennar aldri.
Á morgun á Magga St. afmæli. Hún er líka eldgömul. Ef ég fer að sofa núna get ég kannski vaknað í tæka tíð fyrir veisluna hennar. Konur á mínum aldri þurfa góðan nætursvefn.