fimmtudagur, maí 12, 2005

Hólmar fjarðarfok.

Ég skil nú ekki allt þetta fjarðarfok varðandi þá mynd sem Svanhildur Hólm átti að hafa gefið af íslenskri þjóð í þætti Opruh(eretta ekki skrifað svona?). Mér fannst hún bara vera landi og þjóð til sóma eins og einhver sagði.
Svo vil ég nú bara nota þetta tækifæri, afþví ég er hér, til að minna hluta af lesendum á rokkið annað kvöld hjá Ingu.
Já einnig langar mig að segja ykkur einhleypu örvæntingarfullu konum þarna úti frá því að staðurinn í dag er víst Melabúðin. Allt að gerast þar.
Þegar ég les yfir þessa bloggfærslu mína þá geri ég mér grein fyrir því að ég er bara að blogga til að blogga. Djöfull er það ömurlegt. Mig langar að deyja.