fimmtudagur, maí 19, 2005

Aðferðarfræði.

Í dag fór ég á fund með magaskurðlækni(yfirlækni), geðlækni og Allý. Þetta var mjög áhugaverður fundur. Þegar við Allý komum á staðinn tók á móti okkur læknir með brúna fótleggi á nærbuxunum. Hann var ekkert sérlega dónalegur, reyndi ekkert að láta okkur koma við sig eða neitt svoleiðis. Hann var bara að fara í hjólabuxurnar sínar, ætlaði að hjóla heim. Mér fannst smart þegar einn læknir sagði við annan; þetta er Margrét hún er tölfræðingur.
Allý er að gera einhverja mjög flotta læknarannsókn og bað mig um að sjá um tölfræðina. Ég er búin að vera að skoða þetta með henni og nú sé ég eftir að hafa ekki farið í læknisfræði, þetta virkar ekki mikið mál. Svo var líka stuð á spítalanum, ég væri góður læknir í fínum hvítum slopp alltaf í stuði. En ég fór í félagsvísindi en Allý í læknisfræði þess vegna verður Allý rík en ekki ég. Peningar eru reyndar ekki allt, Ally mun t.d. þurfa að vinna í slopp ég get, ef ég vil, unnið í svörtm latex galla.
Það er gaman að búa yfir þekkingu sem einhver þarf á að halda. Mér líður vel þegar fólk leitar til mín vegna sérþekkingu minnar, sem er mikil. Svo þurfti ég reyndar að leita til Auju varðandi nokkur atriði, því hún býr yfir þekkingu sem ég hef ekki. Auju hlýtur að líða vel.
Nú þarf ég að fara að fara ráða fram úr þessu, takk og bless.