Félagsmótun
Það eru allskonar óskrifaðar reglur í hverju samfélagi, reglur sem hafa ekkert með lögin í landinu að gera. Þegar einhver brýtur reglur samfélagsins er refsingin misþung eftir því hvert brotið er. Refsingin við því að segja ókunnugu fólki hvað þig dreymdi í nótt er t.d. skrítið augnaráð og að þegar viðkomandi manneskja(sem veit þá hvað þig dreymdi) sér þig aftur mun hún alltaf segja við samferðarfólk sitt “sjáðu þennan þarna, þú skalt passa þig á honum því hann er geðveikur”. Allavega þá er ég ekki alveg viss um hverjar reglurnar eru varðandi fullorðið fólk að versla bland í poka. Ég fór í sjoppu áðan og þar var maður á svipuðum aldri og ég á undan mér í röðinni. Þegar kom að honum sagði hann sjoppu stúlkunni að hann ætlaði að fá bland í poka fyrir 400 krónur, svo þegar stelpan byrjaði að moka í pokan varð hann rosa afskipatasamur og sagðist ekki vilja svona mikið súrt. Hann vildi meira gúmmí og pínu sterkt, og í mesta lagi eitt egg og tvær krítar.
Þegar ég fylgtist með manninum velja blandið sitt áttaði ég mig á því að mér finnst það sjúklega púkalegt af fullorðnu fólki að fá sér bland í poka í hádeginu á þriðjudegi. Er ekki örugglega einhver regla í íslensku samfélagi sem bannar svona kaup?
Þegar ég fylgtist með manninum velja blandið sitt áttaði ég mig á því að mér finnst það sjúklega púkalegt af fullorðnu fólki að fá sér bland í poka í hádeginu á þriðjudegi. Er ekki örugglega einhver regla í íslensku samfélagi sem bannar svona kaup?
<< Home