föstudagur, ágúst 05, 2005

Magga 27 ára heldur ekki uppá afmælið í ár.

Biðin er á enda. Rástefnuhelgin að hefjast. Tveir fróðir gamlir karlar eru komnir til Íslands til þess að tala á ráðstefnu uppí Borgarholtsskóla um helgina. Þessir karlar, sem heita Joe og Charlie, eru ansi hressir. Ég, ásamt öðru góðu fólki, skellti mér í 11 tíma ferðalag með þeim í gær. Við fórum á marga staði á þessu fallega landi okkar, en hápunktur ferðarinnar var án efa lokaviðkomustaður ferðarinnar, KFC í Skeifunni.

Á sunnudaginn á ég svo enn eitt afmælið, sem mér þykir reyndar ekki mjög merkilegt. Þetta er nú engin stór áfangi, bara 27 ára eða svona ca það, sem er svo sem ágætt. Þrátt fyrir að ég hafi ekki afrekað neinu nema að deyja ekki frá því að ég átti síðast afmæli þá kannski að ég baki samt nokkrar pönnukökur. Ég mun ekki bjóða neinum í afmælisveislu en þá sem langar til að fá frítt kaffi og pönnuköku á sunnudaginn er velkomið að koma í heimsókn. Ég verð líklega á ráðstefnu til ca 12-13 þannig að kannski verði kaffið tilbúið um 14:30.

Ykkur sem finnst merkilegt að ég hafi lifað í öll þessu ár megin óska mér til hamingju.