sunnudagur, ágúst 07, 2005

Fimmgangur.

Ég er búin að finna framhaldsnám sem mér finnst vera algerlega sniðið fyrir mig. Námið heitir Master of Sience og er í Columbia í N.Y. í US. http://www.tc.columbia.edu/hud/measurement/degrees.html# Ef planið er að fara í þetta nám þarf ég að fara að huga að undirbúningi fljótlega. Ferlið í kringum framhaldsnám í Bandaríkjunum er víst nokkuð. Ég þarf samt aðeins að hugleiða þetta betur, veit ekki hvort að dóttir mín verði jafn hrifin og ég af þessu öllu saman.

Þetta er búin að vera ansi fín helgi. Stór hluti af henni fór í að hlusta á tvo fróða og hressa karla. Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda, ég heyrði hluti sem ég hélt að ég vissi en vissi samt ekki.