mánudagur, ágúst 29, 2005

Konur og karlar eða karlar og konur.

Ég er búin að vera vinna við hitt og þetta í sumar. Meðal þess sem ég hef gert er að skrifa skýrslu fyrir Menntamálaráðuneytið varðandi karla og konur í íslenskum fjölmiðlum. Ég hef nú klárað skýrsluna og skilað henni af mér. Ég mun ekki birta niðurstöður hér vegna þess að ég gerði þessa skýrslu fyrir annan aðila, held að ég hafi engan sérstakan birtingarrétt á henni. En ég get þó sagt eitt; við búum í samfélagi þar sem konur, sem eru rúmlega helmingur þjóðarinnar, birtast í fréttum í 25% tilfella. Misjafnt eftir fréttaþáttum en í heildina er þetta svona.