mánudagur, september 05, 2005

Skæs eitthvað.

Það er frábært að leysa verkefni. Mér finnst það ekkert sjálfgefið neitt að mér takist að leysa öll verkefni sem ég fæ í hendurnar. En núna var ég að leysa verkefni sem mér fannst í fyrstu vera frekar flókið og mikið. En þegar ég var búin að skoða það aðeins þá vafðist það ekki fyrir mér lengur, þannig að ég gekk í málið og leysti það.

Það vefst samt mikið fyrir mér hvað ég á að hafa í matinn í kvöld.

Já og er skæs alvöru orð? Ég veit alveg í hvaða merkingu það er notað, ég bara hélt að allir væru algerlega hættir að nota þetta orð. Svo sé ég þetta oft notað í einhverju tískublaði, eða man ekki alveg hvaða blaði, þar sem tískukonur eru spurðar hvað þeim finnist skæs þessa stundina. Oft finnst þeim skæs að blanda saman gömlum og nýjum flíkum, öllum helstu tískustelpum finnst það. Svo er Sigurður líka farinn að segja að eitthvað sé skæs. http://this.is/promazin/

Allavega, ég vona svo innilega að ég sé skæs.