Ragna Fróða.
Hún Ragna Fróða er að halda uppá afmælið sitt í kvöld, mig langar að fara en get bara ekki rifið mig uppúr sofanum til þess að klæða mig í skó. Jú jú, ég var bara að klára að halda uppá afmælisveislu dóttur minnar og líður eins og ég hafi verið að vinna verkamannavinnu í 16 klukkutíma án pásu. Það er ekkert grín að baka kökur, og sjá svo um að skemmta 24 7 ára krökkum í rúmlega tvo tíma. Ég óska bara Rögnu til hamingju með afmælið. Svo er líka 24 Hour Party People í sjónvarpinu í kvöld.
<< Home