miðvikudagur, desember 21, 2005

3 dagar til jóla!

Já sei sei, nú eru jólin bara alveg að koma.

Ég fór í Kringluna í dag að versla mat í jólaboðið mitt og Bergþóru. Ég fann fyrir þakklæti í dag, þakklæti fyrir að vera ég. Sérstaklega var ég fegin að vera ekki konan í rauðu peysunni með pokana 9, eða maðurinn sem hún öskraði á.

Annars geri ég ráð fyrir að þetta verði nú ansi fín jól. Ég ætla að skella mér á jólastefnumót með mjög svo hot gaur, það er alltaf hressandi.