mánudagur, október 10, 2005

Blogg

Við vorum að fjalla um bloggsíður í síðasta fjölmiðlafræðitíma. Kennarinn varaði okkur við því, ef við værum að blogga, að skrifa nokkuð um sig því að hún leiti sérstaklega af bloggsíðum nemenda sinna og lesi þær. Ég hafði ekki hugsað mér að skrifa nokkuð um hana og ætla ekki að gera það, er reyndar búin að því núna, en samt vakti þessi fullyrðing ótta hjá mér. Annars er eiginlega ekki hægt að segja að ég sé eitthvað að blogga, allavega stendur Siv.is sig mun betur en ég.