laugardagur, október 01, 2005

En eitt föstudagskvöldið.

Í kvöld lét ég mig hafa það og fór út að skemmta mér, eins og venjulegt fólk eins og ég gerir stundum. Ég er að sletta úr klaufunum áður en ég verð of gömul. Ég fór því á kántrý tónleika með stórsveitinni Baggalútur. Þetta var alveg hreint stór fínt kvöld, nema að ég fór bara heim með Bergþóru. Það er kannski ekkert svo slæmt í sjálfu sér að fara heim með Bergþóru, en ég kom með henni og ég reyni að komast hjá því að fara heim af dansiballi með sömu manneskju og ég kem með. Það munaði rosa mjóu að mér tækist að höstla einn úr bandinu, ef að barnapían hefði ekki þurft að komast heim snemma væri ég í góðum félagsskap að syngja Par Exelans núna. Hljómsveitin Baggalútur er góð hljómsveit, minnir á Sheril Crow nema aðeins betri söngvarar, og án ef sætari, en hún er með brúnni fótleggi.