þriðjudagur, október 11, 2005

Hamingjuleit

Stundum þegar ég er spurð að því hvernig ég hafi það verður mér hugsað til eins kunningja míns. Þessi ungi maður mælir hvernig honum líður með því að reikna saman hversu oft hann hefur hugleitt sjálfsmorð síðustu daga. Þegar hann er virkilega kátur svarar hann einhvernveginn á þann veginn að honum líði bara nokkuð vel, að hann hafi allavega ekki hugsað um sjálfmorð mjög oft undanfarið. Fyrir sumt fólk er væntanlega svona svar frekar sjokkerandi. En hvað um það, mér líður bara nokkuð vel í dag.