fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Faðir vor

Á næsta laugardag er mér boðið í afmælisveislu. Ég er full af tilhlökkun. Þetta verður örugglega skemmtilegasta afmælið í ár. Ég hélt ekki uppá mitt afmæli þannig að í þykjustunni getur þetta verið afmælið mitt, bara svona í hausnum á mér.

Pétur vinur minn hefur lofað að láta dólgslega með mér, segja dónabrandara, hella niður, grípa fram í, hlægja sjúklega hátt og í hvert skipti sem að eitthver reynir að segja skemmtilega sögu ætla ég að segja: „það er nú ekki neitt, ég hef gert miklu verri hluti“. Líklega verður mér hent út.

Nei, þetta myndi ég reyndar aldrei gera í afmæli. Ég ætla bara að mæta í sparifötum með pakka og bros á vör.

Já ég hef verið að velta því fyrir mér að byrja að blogga undir öðru nafni. Mér líður stundum eins og persónulega trúbatornum. Sem er ömurlegt.

Góða nótt. Ég ætla að leggjast á bæn. Ég ætla biðja guð um að láta alla í heimi elska mig ógeðslega mikið.