Frú Auja í USA
Frú Auja er flutt til Ameríku. Það var gaman í kveðjupartýinu hennar. Bara með betri partýum. Allir voða fínir og sætir og sorgmættir. Sumir héldu ræðu og rifjuðu upp gamla tíma með Auja . Margir minntust á þeirra fyrstu kynni af Auju. Sjálf man ég ekki hvenær ég sá hana fyrst. En samt svona ca. Ég var ekkert hrædd við hana eða neitt slíkt, eins og einhver minntist á í ræðu sinni. Nei mér líkaði vel við Auju frá fyrsta degi, enda annað ekki hægt. Ég ætlaði að halda ræðu í kveðjupartýinu en hætti við þegar að ég fann að ég myndi án efa bresta í grát. Ekkert er verra en að gráta fyrir framan annað fólki, jú eitt er verra að verða vitni af fullorðnu fólki gráta. Nei takk ekki fyrir mig. Ég er nokkuð viss um að Auja hefur það fínt í Ameríku. Vona að hún sé samt ekki í einhverju Ameríkurugli, maður hefur heyrt af fólki sem að dettur í Ameríkurugl. Það er víst voðalegt. Já ég get ekki sagt annað en að mér þyki vænt um þessa hnátu. Sérstaklega þykir mér vænt um að hún skuli hafa munað eftir afmælisdeginum mínum. Það þykir fáum afmælisdagar annarra eitthvað sérstaklega spes, mér þykir ekki einu sinni minn eigin neitt sérstaklega spes. Það hefur ekki verið neitt sérstakt afrek að lifa þetta ár af. Kannski eftir svona, ja ég veit ekki, ca 30 ár þegar ég er alveg um það bil að deyja þá mun ég fara fram á afmæliskveðjur. Því þá veit maður aldrei, þá verður örugglega rosa erfitt að deyja ekki á milli afmælisdaga. Held ég. Já ég á sem sagt afmæli í dag. Allý er alltaf eitthvað að gefa í skyn að ég segi aldrei satt, þar að segja að ég yngi mig alltaf um nokkur ár þegar að ég er spurð hvað ég sé gömul. Þetta er rétt hjá Allý, og ég viðurkenni að þetta er slæmur ávani. Ég er sem sagt 43 ára í dag, en mér líður samt eins og ég sé yngri.
<< Home