föstudagur, október 14, 2005

Flokksblöðin

Hafa gömlu góðu flokksblöðin tekið til starfa á ný? Þegar litið er á forsíðu tveggja helstu fréttablaða landsins lýtur út fyrir að svo sé. Í dag eru þau þó í dulargervi undir nöfnunum Fréttablaðið og Morgunblaðið.

Forsíðufrétta blaðanna í dag er setningaræða Davíðs Oddsonar á 36. landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn í gær. Þrátt fyrir ólíkar fyrirsagnir er verið að fjalla um nákvæmlega það sama.

Morgunblaðið; “Hvergi séð slíka notkun auðhrings á fjölmiðlum.” Hér er vitnað í orð Davíðs.

Fréttablaðið; “Eins og biturt fórnarlamb”. Hér kemur fréttamaður Fréttablaðsins skoðun sinni á Davíð á framfæri.

Ég hlustaði aðeins á útvarpsþátt á Útvarpi Sögu í gær sem heitir Bláhornið og er í umsjón Kjartans(man ekki hvers son hann er). Eftir að hafa rætt hin ýmsu mál líðandi stundu við hlustanda sem hringdi inn sagðist hann hlakka til að sjá hlustandann á landsfundinum sama kvöld. Mér finnst frekar smart þegar að fjölmiðlafólk kemur hreint fram og er ekki að halda því fram að það sé hlutlaust og óháð.

Eftir þennan litla pistil hér mun væntanlega einhver halda að hann/hún viti hvar ég standi í pólitík.