Rosalega fyndin og viðeigandi fyrirsögn.
Já alveg finnst mér þetta stórmerkilegt. Það bregst ekki að þegar mikið liggur við og verkefna búnkarnir bíða eftir mér þá finn ég einhverja óstjórnlega þörf til þess að sitja við tölvuna og lesa einhverjar gagnlausar upplýsingar á netinu, eða horfa á enn einn læknaþáttinn í sjónvarpinu eða velja á milli ólíkra piparköku uppskrifta. Þetta er sá tími árs þegar skólafólk má helst ekki láta neinn tíma fara til spillist, en samt á ég aldrei eins erfitt með það að einbeita mér og ákúrat þá. Og núna er ég ekki bara háskólanemi heldur háskólanemi í tveimur vinnum. Sko, það er ekki bara það að ég finni mér eitthvað mjög svo tilgangslaust að gera, ég festist líka í tilgangslausum hugsunum. Þessi bloggfærsla er ágætis dæmi um hugarástand mitt núna. Ekkert merkilegt að gerast hér.
Ég veit ekki hvort að þetta vandamál er algengt eða hvort að það sé til lyf við þessu, eða einhver önnur lausn, kannski einhver drykkur sem seldur er í heilsuhúsinu. Ég vona að þetta gangi yfir, ég vona að á morgun hafi ég öðlast þann aga sem þarf.
Ég kannski horfi á meira Dallas og ræðst svo í einn búnkann. Já og by the way, ég fékk fyrstu Dallas þættina að láni hjá vinkonu minni og þeir eru svo miklu skemmtilegri en mig minnti. Allir leikararnir eru líka miklu yngri en mig minnti, J.R. er bara venjulegur gaur um þrítugt, en ekki gamall kall með bumbu eins og mér fannst hann vera þegar ég sat heima á mánudagskvöldum og horfði á Dallas í gamla daga. Eða var það á miðvikudögum? Allavega ekki á fimmtudögum, því að þá var séð til þess að allir hefðu fjölskyldukvöld og þar af leiðandi ekkert sjónvarp. Já skemmtilegt hvernig sömu hlutirnir horfa öðruvísi við svona þó nokkrum árum seinna. Ætli unglingum finnist ég vera gömul kona með bumbu? Oj, ég svo sannarlega vona ekki.
Ég veit ekki hvort að þetta vandamál er algengt eða hvort að það sé til lyf við þessu, eða einhver önnur lausn, kannski einhver drykkur sem seldur er í heilsuhúsinu. Ég vona að þetta gangi yfir, ég vona að á morgun hafi ég öðlast þann aga sem þarf.
Ég kannski horfi á meira Dallas og ræðst svo í einn búnkann. Já og by the way, ég fékk fyrstu Dallas þættina að láni hjá vinkonu minni og þeir eru svo miklu skemmtilegri en mig minnti. Allir leikararnir eru líka miklu yngri en mig minnti, J.R. er bara venjulegur gaur um þrítugt, en ekki gamall kall með bumbu eins og mér fannst hann vera þegar ég sat heima á mánudagskvöldum og horfði á Dallas í gamla daga. Eða var það á miðvikudögum? Allavega ekki á fimmtudögum, því að þá var séð til þess að allir hefðu fjölskyldukvöld og þar af leiðandi ekkert sjónvarp. Já skemmtilegt hvernig sömu hlutirnir horfa öðruvísi við svona þó nokkrum árum seinna. Ætli unglingum finnist ég vera gömul kona með bumbu? Oj, ég svo sannarlega vona ekki.
<< Home