miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Ástin sem spyr hvorki um stétt né stöðu.

Í gærkvöldi var ég að vinna á tölvuna mína þegar ég fékk sms skilaboð um að kærastinn minn væri í sjónvarpinu, 10 sekúndum síðar fékk ég sömu skilaboð, frá annarri manneskju, með msn uppá skjáinn minn, þ.a.s. að kærastinn minn væri á RUV. Þrátt fyrir að ég sé nokkuð viss um að ég eigi ekki kærasta þótti mér samt vissara að kveikja á sjónvarpinu og athuga málið. Ég fór að velta fyrir mér hvort að ungur, ekki svo ungur samt, vinur hefði misskilið mig og sagt fólki að ég væri kærastan hans, og hvort að hann væri í sjónvarpinu. En nei þarna var hann, maðurinn sem hvarf úr lífi mínu síðasta vor eins hratt og hann hafði komið inní líf mitt. Hin rauðhærði, yndisfagri, rannsóknalögreglumaður Luke Stone. Breski sakamálaflokkurinn Ódáðaborg (Murder City) hefur sem sagt hafið göngu sína á RUV á ný.
Í þetta sinn ætla ég bara að njóta þess tíma sem við höfum saman en hafa ekki áhyggjur af því hvað framtíðin ber í skauti sér.