mánudagur, október 31, 2005

Tölvumál

Um helgina fór ég með tölvuna mína í hreinsun. Ég losaði hana við allt drasl sem ég þarf ekki á að halda þannig að núna er hún hröð og fín. Fyrir mistök losaði hana líka við forrit sem ég þarf mjög mikið á að halda. Forritið heitir SPSS, ég er algerlega glötuð án þess. Ég get auðvitað keypt það aftur eins og heiðarlegur borgari, en það kostar bara svo rosa mikið. Ef einhver veit um ódýra útgáfu sem hægt er að komast í þá látið mig endilega vita.