mánudagur, október 24, 2005

Tæp 50 þús. konur í miðbænum og ég.

Ég fór í bæin í dag. Ég, dóttir mín og vinkonur sungum "áfram stelpur". Það var rosa gaman. Dóttir mín tók reyndar ekkert vel í það að fara í mótmælagöngu svona í fyrstu, hana langaði frekar að vera heima að leika. Þegar ég fór að spjalla við hana um þetta allt saman, útskýra afhverju það væri mikilvægt að við færum niðrí bæ sagði hún; já já ég veit, menn eru með hærri laun en konur fyrir sömu vinnu, en veistu mamma, einu sinni fyrir löngu, rétt áður en að þú fæddist, þá máttu stelpur ekki fara í skóla? Þegar við höfðum rætt þetta í pínu stund var hún til í hressileg mótmæli, hún tók þessu mjög alvarlega, svo alvarlega að þegar hún sá karl á gangi sagði hún honum að hann ætti nú bara að fara heim, því þetta væru okkar dagur. Úps! Nú þurfti ég að ræða við hana aftur og útskýra að þrátt fyrir að við værum að berjast fyrir jafnrétti mættum við ekki vera dónalegar við karla, því þeir væru ekki vondir, ekki allir allavega. Svo sagði ég, ef þú ætlar að vera með dónaskap mundu þá bara að segja ekki frá því að ég sé mamma þín(það sagði ég reyndar lágt).

Já vá tæplega 50 þúsund konur í miðbænum í dag, hver fékk það starf að telja? Ætli að það hafi verið karl?