Ekkert sérstakt svosem.
Ég er í frekar spes starfi. Ég vinn fyrir tvo menn sem láta mig hafa hin ýmsu verkefni. Þeir hringja og ég mæti á staðin til þess að taka með mér heim nýtt verkefni til að leysa. Þessi verkefni eru af ýmsum toga. Stundum eru þau mjög flókin og krefjandi en stundum alls ekki. Ég hef t.d. fengið það verkefni að ljósrita blöð(sem mér tókst ágætlega). Mér fannst það allt í lagi af því að ég vissi að næsta verkefni yrði meira spennandi, sem það var. Stór hluti af þessari helgi hefur farið í það að svara tölvupósti fyrir einn mann og sjá um prófarkalestur fyrir annan. Mér finnst mjög merkilegt að ég sé að fara yfir texta sem að prófessor í Háskóla Íslands á eftir að senda frá sér. Ég hef nefnilega verið svona kona sem hef þurft að láta fara yfir hvert einasta skrifaða orð sem ég set niður á blað og er ætlað öðrum en sjálfri mér til lesturs. Já svona getur maður nú lært ýmislegt, er samt alveg viss um að eitthvert glöggt auga á eftir að geta bent mér á stafsetningavillu í þessum texta hér.
Ég hlakka til að vita hvað ég fæ að gera á morgun.
Ég hlakka til að vita hvað ég fæ að gera á morgun.
<< Home