laugardagur, október 15, 2005

Klukk

Ok, allir að klukka alla. Núna er svokallað klukk að ganga um blogg heiminn þar sem einn bloggari klukkar annan sem á þá að skrifa niður fimm atriði um sig og klukka síðan aðra tvo. Magga H. http://www.maggabest.blogspot.com klukkaði mig og Sigga http://this.is/promazin um daginn. Ég hef verið að bíða eftir að Siggi svari klukkinu til þess að geta bara hermt eftir honum, en ekkert hefur orðið af því. Nú var hún Helga http://www.helgita.blogspot.com að klukka mig líka þannig að ég hef ákveðið að vera ekki partí búber og skrifa niður hér fimm atriði.

1. Ég er lítil og grönn
2. Ég er með svart stutt hár
3. Ég er með blá augu
4. Ég á hermannaklossa
5. Þannig að ég er frekar lík Hitler í útliti(eins og hann var áður en hann dó), en er samt allt öðruvísi en hann að innan. Hann var vondur en ég er góð.

Ég klukka þá bara Djöfulinn http://www.advo.blogspot.com og Guð http://allyrosa.blogspot.com (s.s. Allý, sem er minn Æðri máttur í dag).