mánudagur, ágúst 21, 2006

Trigger Happy TV

Þá er ég formlega flutt. Allt komið á sinn stað. Allt nema ein þvottavél. Hver veit nema að ég haldi smá teiti fljótlega. Ég mun þá væntanlega baka nokkrar pönnukökur og segja brandara. Það er nú það sem ég geri best. Já ég er sannkölluð grínstelpa. Alltaf til í smá glens og grín. Fólk sem þekkir mig talar einmitt um það hvað ég er mikil grínstelpa. Fólk sem þekkir mig ekki talar ekki um að ég sé grínstelpa.

Bergþóra, sem að hefur aftur unnið titilinn besti nágranninn, er núna með skáp fullan af DVD diskum sem hún neitar að segja mér hvaðan koma. Það er svo sem allt í lagi. Fyrr í kvöld fékk ég lánaða þætti sem heita Trigger Happy TV . Ég hef því setið heima í kvöld og flissað eins og smástrákur.

Já og eitt til viðbótar. Ég skil ekkert af hverju teljarinn minn færist alltaf úr stað. Eins og ég hef svo oft sagt; vegir drottins eru órannsakanlegir.